Tilfinningar / Greinar

Reiði og ofbeldi

Hvað er ofbeldi/ árársarhneigð? Almenningur virðist hafa vaxandi áhyggjur af auknu ofbeldi í íslensku samfélagi. Fjölmiðlar segja okkur frá alvarlegum ofbeldisverkum sem framin eru á Íslandi og gera um leið ofbeldi sýnilegra fyrir hinum almenna borgara. Ofbeldi er þegar líkamlegu afli er beitt gegn öðrum einstaklingi. Um gæti verið að ræða hóp einstaklinga sem ræðst á einn mann í miðborg Reykjavíkur án nokkurra sýnilegra ástæðna, heimilisfaðir sem lemur konu sína og/eða börn eða fíkill sem beitir ofbeldi í þeim tilgangi að afla fjár fyrir fíkniefnum. Ofbeldi getur stundum verið knúið áfram af árásarhneigð eða um tilviljunarkennt ofbeldi er að ræða, t.d. geta stympingar í biðr...

Lesa nánar

Tilfinningar og geðshræringar

Flokkun tilfinninga Tilfinningar okkar eru ekki allar af sama bergi brotnar. Svo mjög er þeim ólíkt farið að við gætum freistast til að spyrja hvað í ósköpunum tannpína og heimshryggð, stolt og þorsti, gleði og ótti eigi sameiginlegt annað en að falla undir hið óljósa hugtak tilfinning , hugtak sem nær yfir alls kyns geðbrigði, langanir, ástríður, kenndir og síðast en ekki síst, geðshræringar. Síðustu tuttugu árin eða svo er orðið viðtekið að skipta tilfinningum (e. "feelings") í tvo meginflokka: annars vegar kenndir (e. "feels" eða "raw feelings") og hins vegar geðshræringa r (e. "emotions"). Á sama tíma hefur svokölluð vitsmunakenning um geðshræringar orðið allsráðandi meðal sálfræðinga og heim...

Lesa nánar

Börn og sorg

  Þegar fjölskyldumeðlimur fellur frá bregðast börn við á ólíkari hátt heldur en fullorðnir. Börn á forskólaaldri halda að dauðinn sé tímabundinn og afturkræfur og þessi trú sem styrkist af því að horfa á teiknimyndafígúrur sem lenda í ótrúlegustu hlutum en rísa upp jafnharðan. Hugmyndir fimm til níu ára barna eru líkari hugmyndum fullorðinna um dauðann, en þau trúa því þó ekki að þau muni nokkurn tíma deyja, né heldur einhver sem þau þekkja. Það er nauðsynlegt fyrir foreldra að hafa einhverjar hugmyndir um það hvernig börn bregðast við andláti innan fjölskyldunnar, einnig er mikilvægt að þeir þekki merki þess að barn eigi í erfileikum með að fást við sorg sína. Samkvæmt sérfræðingum í sorga...

Lesa nánar

Ástvinamissir

Sorg og sorgarferli Við syrgjum eftir nánast hvers kyns missi, mest eftir dauða þess sem við unnum. Sorg er ekki ein tilfinning heldur tilfinningaferli sem tekur tíma að vinna sig í gegnum og ekki er hægt að hraða því ferli. Þrátt fyrir að við öll séum einstök, raðast tilfinningar í sorgarferlinu ótrúlega líkt hjá okkur öllum. Fyrstu tímana eða dagana eftir andlát náins ættingja eða vinar eru flestir höggdofa, eins og þeir trúi því ekki hvað hafi í raun gerst, líka þótt dauðans hafi löngu verið vænst. Þessi tilfinningadoði getur hjálpað fólki að komast í gegnum undirbúning þess sem framundan er, eins og að tilkynna öðrum ættingjum um látið og skipuleggja jarðarförina. Engu að síðu...

Lesa nánar

Fyrri síða         

Prentvæn útgáfa 

Skoðanakönnun

Hefur úlit líkama þíns mikil áhrif á hvernig þér líður með sjálfa/n þig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráðu þig á póstlista persona.is til að fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíðinni.