Krepputal II (jan. 2009) Rannsóknir á fyrri kreppum Kreppan hefur verið víðar en á Íslandi. Í USA hafa hundruð þúsunda manna misst vinnuna, hluta af sparnaði og jafnvel húsið. Þetta hefur verið að aukast seinni hluta árs 2008 og hófst fyrir alvöru í september 2008. Hvaða áhrif hafa þessir atburðir á geðheilsu þjóðar? Við getum gert ráð fyrir að það sé í aðalatriðum svipað hér og í USA. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum efnahagsþrenginga á líðan og (geð)heilsu. Rannsóknir sýna að fólk á öllum lífskjarastigum og stéttum bregst svipa&...
Lesa nánarFrá því að ég skrifaði hér síðast um áfallahjálp hafa mér borist ótal sögur af því hvernig fólk þarf að komast af án hjálpar eftir mikil áföll. Hér á landi er sálfræðiþjónusta almennt ekki niðurgreidd og svo virðist sem að oft á tíðum sé hún enn í dag feimnismál fyrir mörgum. Ef fólk vill eða þarf á sálfræðiþjónustu að halda þarf það að leita sér aðstoðar hjá landsspítalanum eða félagsþjónustunni og það auðveldar vissulega ekki fólki að leita sér hjálpar. Þetta gerist ve...
Lesa nánarNú þegar haustar, fer að bera á því að fólk leitar sér aðstoðar hjónabandsráðgjafa til þess að bjarga hjónabandi eða sambandi. Þetta er vissulega jákvætt og gott að sjá þegar fólk leggur sig fram við sambönd sín og er reiðubúið að vinna í þeim. Skilnaðartíðnin hækkar þó stöðugt og virðist fólk að mörgu leiti hafa gefið upp vonina um ævilöng sambönd. Fjölmargar ástæður má án vafa finna fyrir þessari þróun og ein þeirra eru ólíkar væntingar fólks til ástarsambands. Samhliða fjö...
Lesa nánarHvað eru viðhorf Ein af nýjungum í dægurmálaumræðu á Íslandi síðustu árin eru viðhorfakannanir. Fyrir fáum áratugum voru slíkar viðhorfakannanir næsta óþekktar. Mikilvægar ákvarðanir voru teknar án þess að nokkur sæi ástæðu til að meta viðhorf landsmanna til viðkomandi málefnis. Nú er öldin önnur, varla er kofaræksni rifið eða skurður grafinn án þess að nauðsynlegt þyki að mæla viðhorf til þeirra framkvæmda. Ekki er hér verið að amast við því að viðhorf landsmanna séu mæld, en vanda verður þessar mælingar og gæta hófs í því hvenær þeim er beitt, því þær má misnota. Færa má ýmis rök fyrir því að hugtakið viðhorf sé lykilhugtak í félagssálfræði. Því til stuðnings má benda á að margfalt fleiri fræðig...
Lesa nánarLilja er skilin, einstæð, útivinnandi móðir. Streitan eftir skilnaðinn leiddi til margra líkamlegra einkenna. Henni fannst hún vera gömul, þreytt og útjöskuð kona. Þrátt fyrir erfiðan skilnað gat hún ekki hugsað sér að vera ein það sem eftir væri ævinnar. Þegar hún hugsaði til baka um þau misheppnuðu sambönd sem hún hafði verið í, ákvað Lilja að leita sér upplýsinga um hvernig ætti að velja betri maka í næsta skipti. Mjög margir skipta um maka að minnsta kosti einu sinni á ævinni og jafnvel oftar. Því miður eyðir fólk oft minni tíma í að undirbúa og velta fyrir sér vali á maka, en þegar það er að velja sér nýjan bíl eða íbúð! Að undirbúa sig og hafa góða hugmynd um hvað þú vilt fá út úr ...
Lesa nánar