Međferđ / Spurt og svarađ

HAM međferđ


Spurning:

Hæ Hæ ég er 22 ára stelpa sem hef þjást af mjög litlu sjálfstrausti og sjálfsöryggi vegna þunglyndis. Nú hef ég að mesta náð að jafna mig á þunglyndinu en hið litla sjálfstraust hrjáir mig svakalega. Ég vildi bara spurja hvort að það væru einhverjir hérna sem að hafa prófað að fara í svona HAM-meðferð, eða hugræna og atferlismeðferð? Bar það mikinn árangur hjá ykkur? Eru til sérstakir hópar þar sem að fólk í HAM-meðferðum hittist og ræði saman? Eru einhver félög sem bjóða manni uppá sérstök námskeið í þessum efnum?


Svar:

sæl

Grunar að þú hafir ætlað að setja þessa fyrirspurn inn á spjallið hjá okkur.  Hinsvegar get ég ég bent þér á að HAM hefur virkað mjög vel við þeim vanda sem þú nefnir.  Lanspítalinn hefur verið með hópa og einstaka sinnum er boðið upp á námskeið sem auglýst er í blöðunum.  Þú ættir að geta spurst fyrir á göngudeild geðsviðs Landspítalans eða geðhjálp sem oft hefur starfrækt ýmsa hópa og gætu haft upplýsingar fyrir þig

 

gangi þér vel

Björn Harðarson

sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.