Nám, starf og lífiđ / Spurt og svarađ

Náttúran hefur sinn gang


Spurning:

HÆ. Kærastinn minn er alki og er edrú nuna. Sambandið hefur verið frekar erfitt útaf drykkkjuni hans. 2007 varð ég ófrísk og við missstum barnið þa var ég gengin um 5 mánuði, fæddi andvana strák, mjög erfitt. I fyrra var eg ólétt aftur en missti þurfti ad fara i útskröpun. Nuna er ég að bíða eftir ad verða ófrísk og það gengur ekkert, eg er voða stressuð og langar i barn nuna! Er voða óþolinmóð persona, eg einhvern veginn held að eg eignist ekkert barn. allt svo erfitt. eg svo neikvæð, geri mér allt svo erfitt fyrir. Geturðu gefið mér ráð. KV ein ráðalaus :/


Svar:

Sæl

Lífið er lotterí að vissu leyti. Stundum er það þannig að konur sem reyna ákaft að eignast barn tekst það ekki. Það er betra að vera ekki "undir pressu" því náttúran verður að hafa sinn gang. Það kemur meira segja fyrir að konur sem hafa gefist upp á að eignast barn og ættleiða barn, verða þá loksins barnshafandi þegar þær voru hættar að reyna eins ákaft og áður. Það eru líka til margs konar samsetningar af genum sem passa vel saman og aðrar sem passa ekki eins vel saman, en oft velja konur sér maka sem hentar vel líffræðilega. Gæðin á erfðaefninu geta líka farið eftir lífsstíl, (of)neysla getur haft áhrif. Það er margt sem við þurfum að athuga í þessu lotteríi lífsins, þolinmæðin er oftast skynsamlegri en óþolinmæði, vonandi stjórnar ástin okkur.

Með baráttukveðjum
JSK

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.