Nám, starf og lífiđ / Spurt og svarađ

Fordómar, međvirkni og einelti


Spurning:

Fordómar: Ég var að velta því fyrir mér hvort það séu ekki fordómar að vera búin að ákveða hvernig einhver er og vilja ekki gefa þeirri persónu nokkurn séns? Og annað það er mikil talað um meðvirkni þessi og hinn eru meðvirkir, er það að vera meðvirkur ef einstaklingur situr og stendur eins og einhver annar vill, t.d. í eineltismálum þá er oft eins og einn ráði ferð? Með fyrirfram þökk


Svar:

Sæl(l)

Spurning þín: ...fordómar að vera búinn að ákveðað hvernig einhver er og vilja ekki gefa þeirri persónu nokkurn séns??

Svar: Já, þetta er nokkurn veginn skilgreiningin á fordómum.

Spurning um meðvirkni,

Svar: Oftast er meðvirkni notað í sambandi við áfengismeðferð. Hér er skilgreining á meðvirkni sem Björn Harðarson hefur sett saman: Meðvirkni er hugtak sem mest hefur verið notað kringum vímuefnamisnotkun. Meðvirkur einstaklingur er einstaklingur sem er "háður" öðrum einstaklingi eða einstaklingum. Þeim meðvirka finnst hann eða hún vera fastur/föst í sambandi, sem einkennist af misnotkun og stjórnsemi. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa lélegt sjálfstraust og þurfa stöðugt á stuðningi og viðurkenningu annarra að halda, til að geta liðið vel.

Mér finnst eins og þú sért að tala um þá sem beint eða óbeint styðja gerendur í einelti. Það eru sumir sem eru virkir þátttakendur í eineltinu með gerandanum, en líka margir sem horfa á án þess að gera neitt til að stöðva eineltið.

Set líka tengla á þrjár greinar, eina um meðvirkni og tvær um einelti frá www.persona.is

http://www.persona.is/index.php?action=articles&method=display&aid=67&pid=23

 

 

http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=2043

 

http://olweus.is/Einelti.pdf

Vona að þetta svari spurningu þinni.
Með kveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

www.persona.is

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.