Nám, starf og lífiđ / Spurt og svarađ

Endurheimta líf sitt


Spurning:

Góðan dag. Fyrir rúmlega 5 mán. var brotið gegn mér í vinnunni sem endaði með því að ég sagði upp. Það var mjög sárt, mér fannst ég vera látin líta illa út, samstarfsmenn stóðu saman gegn mér og gert var lítið úr tilfinningum mínum. Ég þarf ennþá að eiga samskipti við þetta fólk og það reynist mér sérstaklega erfitt að eiga samskipti við starfsmanninn sem kom verst fram við mig. Ég fæ dofa og skjálfta í hendurnar, kikna í hnjánum, það er eins og ég frjósi - allt svarar seint(þetta hef ég aldrei upplifað áður og mér líður svona bara við að fá tölvupóst honum) - mér líður gagnvart honum eins og ég sé varnalaust barn. Ég stunda slökun, hef reynt að gleyma, sleppa og fyrirgefa, en þegar ég þarf að eiga samskipti við gamla vinnustaðinn blossa særindin upp og valda stundum depurð. Þarf ég á faglegri aðstoð að halda eða þarf ég bara að gefa sárunum lengri tíma til að gróa? Takk! J.J.


Svar:

Sæl

Eins og ég skil bréf þitt þá varstu hrakin úr starfi, eftir að samstarfsmaður níddist á þér. Það versta var að vinnufélagar þínir studdu þig ekki, heldur stóðu með gerandanum.

Það er engin ástæða til þess að gerandinn haldi áfram að stjórna tilfinningum þínum beint og óbeint. Það getur verið styrkleiki að þú þarft að eiga samskipti við þennan vinnustað, það getur auðveldað úrvinnsluna.

Miðað við að þér líður enn svona illa fimm mánuðum eftir áfallið er full ástæða til að fara til sálfræðings. Það er líklegt að stéttarfélagið styrki sálfræðimeðferð. Það er ekki eftir neinu að bíða, það er kominn tími til að þú endurheimtir líf þitt.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

www.persona.is

 

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.