Nám, starf og lífiđ / Spurt og svarađ

AD(H)D


Spurning:

Góðan daginn og takk fyrir góðan vef. Ég var að taka próf hér inni, athyglisbrestur/ofvirkni fullorðna og það fékk mig til að hugsa. Ég er ekki manneskja sem við fyrstu sýn virðist ofvirk eða með athyglisbrest en við nánari umhugsun gæti það bara vel verið. Ef ég byrja á einhverju, hvort sem það er að taka til, horfa á mynd, prjóna, eða bara hvað sem er þá á ég alltaf svo erfitt með að klára hlutinn. Ég er mjög róleg og hef því aldrei hugsað útí þennan möguleika. En prófið kom út þannig að ég væri mögulega með athyglisbrest/ofvirkni. Ég reiðist rosalega auðveldlega, ég er með enga þolinmæði hvort sem það er gangvart manninum mínum, börnum eða hundi (sem er mjög leiðilegt). Ég þoli ekki að þurfa að bíða eftir fólki, ef við erum að fara út og ég þarf að bíða þá verð ég virkilega pirruð. Þetta eru hlutir sem hafa alltaf háð mér, í barnaskóla var mér lýst sem algeru fiðrildi því þó ég gæti auðveldlega lært þá náði ég aldrei að einbeita mér, sökk alltaf niðrí dagdrauma og geri enn.. Get alveg eytt heilu klukkustundunum í að láta mig dreyma. Þegar ég er að fara að sofa á kvöldin byrja ég yfirleitt að hugsa um eitthvað, og útfrá því fer ég að hugsa um eitthvað annað o.s.frv. Þetta er virkilega óþolandi og mig langar rosalega að fá ráðleggingu frá ykkur hvað ég ætti að gera.. Takk fyrir, ein í vanda


Svar:

Sæl

Það er góð hugmynd að byrja á nákvæmari greiningu. Sálfræðingar með sérhæfingu eða geðlæknir.

Hugsanlega kemur lyfjameðferð til álita ásamt viðtalsmeðferð hjá sálfræðingi eða öðrum sérfræðingi. 

Það má líka líta á það frá hinni hliðinni, þér hefur tekist að koma þér upp fjölskyldu þrátt fyrir einkennin. Hefur eitthvað af ofvirkninni breyst í dugnað með auknum þroska eða getur þú orðið enn einbeittari og komið meiru í verk og þér liðið betur ef þú tekur á athyglisbrestinum??

Með baráttukveðjum
Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.