Nám, starf og lífiđ / Spurt og svarađ

Hvađ get ég gert fyrir hópinn


Spurning:

Góðan dag, Mig langar að vita hvort einhverja fræðslu sé hægt að fá til að verða betri í félagsfærni? Svo er annað að mér finnst ég alltaf lifa svo tómlegu félagslífi, ég á marga vini sem ég get hringt í og þannig og svo færri góða vini. Samt líður mér alltaf utanveltu þegar ég er í hóp og finnst ég aldrei ,,fitta\" inn nein staðar. Þess vegna er ég stöðugt að leita í nýja vinahópa og er aldrei ánægður í neinum vinahóp og er þ.a.l. ekki í neinum sérstökum vinahóp sem mér finnst leiðinlegt. Þannig að mín spunrning er hvernig get ég passað betur inn í vinahópa og jafnframt verið ánægður þar? Bestu kveðjur


Svar:

Sæll

Líklega er "utanveltu-tilfinning" algeng meðal okkar karlmanna, en löngun til að "fitta" inn er til staðar hjá þér eins og mörgum.

Fræðsla og þjálfun í félagsfærni? Líklega eru Dale Carnegie námskeið gott dæmi um slíkt.

Ég vil leggja til að í stað þess að spyrja hvað getur hópurinn gefið mér, getir þú spurt hvað get ég gefið hópnum. Við karlmenn erum margir sambland af einfara og félagsveru. Vina- eða kunningjahópar uppfylla mikilvægar þarfir, maður er manns gaman. Það er spurningin um einlægari vináttu sem þú virðist þrá frekar en "yfirborðslegan" kunningsskap. Flestir þurfa líka að dunda sér einir inn á milli, "hlaða batteríin" á milli þess sem þeir njóta þess mismikið að vera með öðrum.

Einn möguleiki er að skoða utanveltutilfinninguna, líta á hana sem eitthvað sem þú vilt draga úr eða sætta þig við í bili og gera ekki meiri kröfur á kunningja og vinahópa. Það er mjög líklegt að einhverjir félaga þinna finni líka fyrir þessari tilfinningu, en það er allt annað mál hvort þeir vilji ræða hana. Samskipti karlmanna eru oft í kringum eitthvað áþreifanlegt þar sem tilfinningar eru ekki mikið beint á dagskrá, það er helst reiðin sem er viðurkennd tilfinning meðal "alvöru-karlmanna". Það getur samt verið góð hugmynd að vera sveigjanlegur, ræða tilfinningar við einhverja nána vini, yfirleitt reynist það í lagi ef þetta er alvöru-vinur.

Með baráttukveðjum

Jón Sigurður Karlsson
sálfræðingur

Til baka


Svör viđ öđrum spurningumPrentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.