Börn ættu að vera vel upp alin! Um það er ekki ágreiningur. Setningin er reyndar svo sjálfsögð að hún er næstum afkáraleg. Hvernig ætti uppeldi annars að vera? Fólk er sammála um að börnum eigi að skapa góð skilyrði til þroska. En samstaðan nær ekki lengra. Oft er ágreiningur um markmið með uppeldi og leiðir að þeim markmiðum. Einum finnst mikilvægast að börn séu öguð, öðrum er í mun að láta þau afskiptalaus. Í sumum samfélögum er fremur ýtt undir sjálfstæði barna en samheldni, en í öðrum er þessu öfugt farið.
Lesa nánarHvað veldur streitu árið 2010? Ameríska sálfræðingafélagið lætur árlega gera k...
Lesa nánar