Greinar

Aldur og Ţunglyndi: Hvenćr er mesta...

Það má í raun segja að fólk séu í hættu alla ævina að þróa með sér þunglyndi. Þetta á sérstaklega við í dag þar sem þunglyndi hefur aukist til muna síðustu áratugi og er spáð jafnvel ennþá meiri aukningu. Þar af leiðandi er jafnvel frekar að fólk með ákveðna eiginleika sé í meiri hættu eins og þeir sem eru með lágt sjálfstraust og lítinn félagslegan stuðning svo eitthvað sé nefnt. Hinsvegar er hægt að skoða tölfræði yfir þunglyndi og sjá fólk á ákveðnum aldurskeiðum er líklegra til að vera þunglynt heldur en á öðrum. Þá skoðum við tölfræði yfir þunglyndi í samhengi eð aldri óháð öðrum þáttum og getum þá jafnvel reynt að geta okkur til um hvað einkennir þessi aldurskeið sem gerir fólk næmari fyrir þunglyndiseinkennum. Það má þá í raun segja að það séu kannski þrjú aldurskeið sem fólk virðist líklegra til að þróa með sér þunglyndi. Það fyrsta er aldurinn milli 13 og 30 ára. Börn á þessum aldurskeiði er svo að segja að kíkja inn í fullorðnisárin. Þau hafa ennþá skyldur sem börn en gert er kröfur til þeirra að hluta sem fullorðna einstaklinga. Þau eru að glima við hugsanir á borð við “hvað á ég að læra” og “við hvað langar mig að vinna”. Þau eru að horfa fram á að flytja að heimann og takast á við lífið en ekki bara njóta lífsins sem barn. Margir eru svartsýnir á hvernig þeim muni vegna við verkefnin í heimi fullorðinna. Það hugsa um ástina og hvort einhver muni elska þau. Þau eru jafnvel að takast á við ástarsorg í fyrsta skipti sem getur oft verið svo endanleg tilfinning. Þar af leiðandi veldur breytingarar á þessum árum streitu og tilfinningarsveiflum og getur þróast út í þunglyndi.

Lesa nánar

Ađrar greinar

Hvenćr verđur mađur gamall?
Ţunglyndi aldrađra
Alzheimers sjúkdómur
Minni og vitglöp

Skođa allar greinar í Aldrađir

Taktu próf

Ekkert fannst.


Skođa öll próf í Aldrađir

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.