Í nútímasamfélagi er mikil áhersla lögð á að mögulegt sé að selja mönnum ánægju, hamingju og jafnvel lífshamingjuna sjálfa. Ósjaldan birta viku? og mánaðarrit spurningalista sem eiga að segja okkur hversu ánægð við erum með lífið og tilveruna. Auglýsendur vilja fá okkur til að trúa því að aukin neysla skapi ánægju. Svo eru þeir sem reyna að pranga inn á okkur nýjum lífsstíl og þankagangi. Ánægja hins daglega lífs virðist því vera harla flókin og margur má hafa sig allan við að ná í skottið á nýjasta patentinu sem leysir okkur úr læðingi leiðans.
Lesa nánarNiðurstöður nýrrar rannsóknar frá háskólunum í Warwick og Hertfordshire sýnir að stúlkur sem ver&et...
Lesa nánar