Sjálfsvígsvandi ungs fólks hefur veriđ samfélagslegt vandamál í mörg ár eins og kemur vel fram í skýrslu nefndar menntamálaráđuneytisins um ţetta vandamál, en hún kom út 1996. Hér verđur fjallađ um sjálfsvígstíđni, sjálfsfvígsatferli, áhćttuţćtti sjálfsvíga og fyrirbyggjandi ađgerđir. Allt eru ţetta ţćttir sem fjallađ er um í frćđigrein sem nefnist sjálfsvígsfrćđi. Sjálfsvígsfrćđi hefur veriđ skilgreind sem vísindi um sjálfsvígsatferli. Á undanförnum árum hefur ţessi frćđigrein í auknum mćli veriđ kennd í hinum ýmsu háskólum, oftast sem hluti af hefđbundnu háskólanámi eins og geđlćknisfrćđi og sálfrćđi en einnig líka sem sjálfsstćđ frćđigrein. Nýlega var skipuđ prófersorsstađa í sjálfsvígsfrćđum viđ Oslóarháskóla.
Lesa nánarAukin þjónusta ber árangur Aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu dregur úr þ...
Lesa nánar