Átraskanir/Offita / Fréttir

20.11.2007

Tíđni átraskana međal drengja ađ aukast

Niðurstöður langtímarannsóknar á áhrif og umfang átraskana hjá unglingum benda til þess að tíðni slíkra vandamála hjá drengjum fari vaxandi.  Niðurstöðurnar birtust í nýjustu útgáfu netritsins Journal of Eating Disorders og var framkvæmd af rannsakendum við Wesleyan háskóla í Bandaríkjunum yfir tíu ára tímabil frá 1995-2005.


Niðurstöðurnar sýndu að allar tegundir megrunar- og sveltihegðunar jukust umtalsvert meðal stúlkna, en ólíkt niðurstöðum fyrri rannsókna, jukust sömu hegðanir einnig mikið meðal unglingsdrengja.  Niðurstöður sýndu einnig að átraskanir voru mun algengari meðal hvítra stúlkna en stúlkna af öðrum kynþáttum og að spænsk-ættaðir drengir væru líklegastir til að þjást af átröskunum. 


Rannsakendur telja að þessar niðurstöður bendi til þess að þrýstingur samfélagsins á drengi til að uppfylla ákveðna ímynd hafi aukist.  Samkvæmt þeim upplifa drengir í auknum mæli óánægju með líkama sinn og mynda með sér óraunhæfar væntingar.  Rannsakendur telja þetta vera ógnvekjandi þróun þar sem karlmenn eru ólíklegri til að leita sér aðstoðar og takast á við vandamál sín og því líklegri til að þjást alvarlega af vandamálum sínum.  Benda þeir því á mikilvægi þess að heilbrigðissamfélagið taki tillit til þessa og fylgist betur með átröskunareinkennum meðal ungra manna og drengja.  

EÖJ   


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.