Nú er vissara fyrir Barbie að passa sig. Hin fræga dúkka er oft afmynduð af ungum stúlkum samkvæmt rannsókn sem var birt í síðustu viku í Bretlandi.
Agnes Nairn frá háskólanum í Bath var ein af rannsakendunum og sagði að stúlkurnar sem þau töluðu við litu á Barbie pyntingar sem eðlilegan leik og fyndist jafnvel pyntingin vera “svalur” leikur. Afmyndanirnar taka sér ýmis form frá því að fjarlægja hár til þess að afhausa dúkkurnar, brenna, brjóta eða jafnvel setja þær í örbylgjuofninn.
Rannsakendur frá viðskipta og sálfræðideildum háskólans töluðu við 100 börn um afstöðu þeirra til ýmissa afurða í rannsókn á vörumerkjum. Þeir fundu að Barbie vakti sterkustu viðbrögðin þar sem börn lýstu “höfnun, hatri og ofbeldi”. Merking Barbie fór umfram einfalt hatur þar sem ofbeldi og pyntingar á dúkkunum var algengt og þá yfirleitt glaðlega og óháð aldri, skóla eða kyni.
Á meðan strákar lýstu mikilli ástúð á Action Man virtist höfnun Barbie vera ákveðin prófraun fyrir stúlkur. Algengasta ástæða þess að stúlkur höfnuðu Barbie var að hún væri barnaleg og stúlkur sáu hana sem áminningu um ungdóm sem þær hefðu vaxið upp úr. Stúlkur litu frekar á Barbie sem dauðan hlut heldur en ástsælt leikfang.
Á meðan þessi gleði sem börnin finna fyrir þegar þau brjóta, misþyrma eða pynta dúkkurnar sínar virkar truflandi á fullorðna er þetta einungis hugmyndarík leið til að losa sig við auka dót fyrir barninu, alveg eins og að kremja dósir áður en farið er með þær í endurvinnsluna.
Fyrirtækið Mattel sem selur 94 milljónir Barbie dúkkna árlega um heim allan sagði að dúkkan væri enn í fyrsta sæti meðal tískudúkkna. Þeir sögðu að þrátt fyrir þessar niðurstöður væri öruggt að enn væru milljónir stúlkna um heim allan sem elska og njóta þess að leika við Barbie.