Fíkn / Fréttir

02.10.2007

Hverjir verða háðir sígarettum?

Rannsakendur hafa lengi velt því fyrir sér af hverju sumir unglingar sem prófa að reykja, verða háðir sígarettum en ekki aðrir.

Niðurstöður nýrrar rannsóknar gefa til kynna að áhrif nikótíns séu meiri áhrifavaldur í fíkn heldur en persónuleiki einstaklingsins.  Persónuleiki hefur oft áhrif á það hverjir prófa að reykja en þegar einstaklingar hafa á annað borð prófað þá virðist sem viðbrögð heilans við efninu skipti meira máli í því hverjir verða háðir.

Tekin voru viðtöl við 1246 börn í 6. bekk í skólum í Massachusetts. Rannsakendur athuguðu 46 áhættuþætti t.d. persónuleiki, þátttaka í samfélagi, viðhorf og hugsanir um reykingar, reykingar foreldra, systkina og vina. Einnig viðbrögð við innöndun í fyrsta skipti þegar viðkomandi reykti.

Eins og áður segir var það síðastnefnda sem spáði hvað best fyrir um sígarettufíkn í framtíðinni, þ.e. slökunin sem fólk upplifði þegar það prófaði fyrst að reykja. Aðrir þættir sem spáðu einnig til um þetta voru að kannast við Joe Camel sem er auglýsingafígúra fyrir sígarettur. Einnig spáði þunglyndi fyrir um fíknina.

psychcentral.com

sje

Til baka


 


© Copyright 2004, Persóna.is. Allur réttur áskilinn.