![]() Streita / Fréttir15.11.2010Hvađ ýtir undir streitu (2010)![]()
Hvað veldur streitu árið 2010?Ameríska sálfræðingafélagið lætur árlega gera könnun á streitu og hvernig fólk tengir streitu við ákveðin atriði í lífi sínu. Það eru vísbendingar um aukna streitu. Tölur frá 2010 eru heldur hærri en frá 2009. Eins og fram kemur á grafinu eru peningar efst á listanum, 76% þátttakenda finnur fyrir streitu vegna peninga, en hlutfallið var 71% árið 2009. Fjárhagsáhyggjur eru jafnvel enn meiri meðal barnafjölskyldna eða um 80%. Streitan hafði m.a. þau áhrif að •31% sögðust hafa sleppt úr a.m.k. einni máltíð.•40% sögðust hafa borðað sér til huggunar (í mishollum mat) •44% sögðust hafa legið andvaka eina nótt eða oftar undanfarinn mánuð. Vinnan er streituvaldur nr. 2 Mér vitanlega hafa ekki verið gerðar sams konar kannanir hér á landi. Það sem við vitum er m.a. að langvarandi fjárhagsvandi veldur álagi. Hér á landi eru líka vísbendingar um meiri samstöðu og meiri tíma sem foreldrar hafa til að sinna börnum sínum. Við vitum líka að streitan hefur áhrif á börnin. Nóv. 2010 JSK Til baka © Copyright 2004, Persóna.is. Allur réttur áskilinn. |