Svefn / Fréttir

07.11.2007

Ónćgur svefn barna getur stuđlađ ađ offitu

Ástæðum fyrir að koma börnum snemma í rúmið fjölgar því í nýlegri rannsókn kom í ljós að fyrir hverja auka klukkustund sem barn í þriðja bekk sefur dregur um 40% úr líkunum á því að það verði of feitt í tólfta bekk.
Því minna sem börnin sváfu því líklegra var að þau væru of feit í sjötta bekk og þá gildir einu hversu þungt barnið var í þriðja bekk.
Einhverjum þröskuldi virðist náð þegar barnið sefur í 9 klukkustundir og fjörutíu og fimm mínútur og meira þá fer að draga verulega úr líkunum á því að það verði of feitt.
Niðurstöður rannsóknarinnar sem birtust í Pediatrics ættu því að gefa foreldrum enn eina ástæður til að láta barnið fara að sofa á ákveðnum tíma, draga úr neyslu gosdrykkja með koffíni og taka sjónvarpið úr herbergi barnsins. Börnin þurfa á svefninum að halda því svefnleysi dregur úr jafnvægi hormóna sem stjórna matarlyst.
Það er einnig mögulegt að börn sem fá ekki nægan nætursvefn séu þreytt og illa upplögð og hreyfi sig því ekki nægilega mikið og sæki frekar í sófa og sjónvarp.
Svefn barna getur að auki raskast af öðrum ástæðum en þau fari ekki nógu snemma að sofa. Öndunarerfiðleikar sem stafa af ofþyngd geta til dæmis dregið úr gæðum svefns og það geta stórir hálskirtlar líka.
Í rannsókninni voru notuð gögn úr rannsókn sem ríkisstjórn Bandaríkjanna hafði gert og náði til 785 barna. Mæður barnanna voru spurðar hversu lengi börn þeirra svæfu og það kom í ljós að þegar börnin voru komin í sjötta bekk að af þeim börnum sem sváfu tíu til tólf tíma á dag glímdu 12% við offitu. En af þeim börnum sem sváfu minna en níu tíma á dag voru 22% of feit. Í rannsókninni var tekið tillit til annarra áhættuþátta offitu, svo sem líkamsfituhlutfall í þriðja bekk. En áhættuþættir sem ekki var tekið tillit til í rannsókninni voru einnig nokkrir, svo sem þyngd og hegðun foreldra.
Aðrir hafa bent á að hætta á offitu ætti ekki að vera aðalástæðan fyrir því að börn fari snemma að sofa heldur séu aðrar ástæður veigameiri, eins og til dæmis velgengni í skóla.

PsycPort.com
ESB

 


Til baka


Prentvćn útgáfa 

Skođanakönnun

Hefur úlit líkama ţíns mikil áhrif á hvernig ţér líđur međ sjálfa/n ţig ?
Svarmöguleikar

Skráning á póstlista

Tölvupóstfang
Skráđu ţig á póstlista persona.is til ađ fá fréttir og tilkynningar frá okkur í framtíđinni.